Sigling í kringum Grímsey
Komdum með í siglingu um Grímsey á bát með reyndum skipstjóra úr eynni . Eyjan er 5 km2 og er mjög vogskorin með háa kletta nær allan hringinn. Að horfa á klettana og sjófuglana frá sjó er engu líkt og þar má finna hella og þröngar víkur sem eru óaðgengilegar annarsstaðar frá. Lífríkið í sjónum við eynna er einnig ríkt og hvalir og höfrungar hafa kíkt til okkar í skoðunarferðum
Skipstjórinn okkar býr í eynni og hefur búið þar alla tíð. Hann segir okkur frá reynslu sinni sem sjómaður í Grímsey.
Included:
– Bátsferð í kringum Grímsey með reyndum skipstjóra og leiðsögn
– Við skoðum inn í víkur og hella við eynna sem eru óaðgengilegir frá landi
– Við siglum yfir heimskautsbauginn og þú færð viðurkenningarskjal sem vottar um það.
– Létt hressing.
Vinsamlegast taktu með:
Góða gönguskó, hlýja peysu, húfu, myndavél og góða skapið 🙂
Hafðu samband!
Þessi ferð er farin eftir pöntunum, með leyfi fyrir allt að 13 gesti.
Tími: 1,5-2 klst. eða eftir þínum óskum og aðstæðum á svæðinu.
Athugið að miðað er við lágmark a.m.k. 6 gesti.
Sendu okkur tölvupóst ef þú vilt fá nánari upplýsingar um bátsferðina.