Komdu með okkur í skoðunarleiðangur um Grímsey.
Athugaðu að ferjuna þarf að bóka sérstaklega ef ætlunin er að nýta sér hana.
Viltu upplifa Grímsey í vetrarbúningi ?
Við bjóðum einnig upp á skoðunarferðir á veturna – Að upplifa heimskautsbauginn yfir vetrartímann er alveg sérstök upplifun!
Skoðunarferðir um Grímsey
Gisting í Grímsey
Til að njóta eyjarinnar til fulls er nauðsynlegt að eiga náttstað. Húsið okkar, Sveinsstaðir, er nýlega uppgert fjölskylduhús með 9 herbergjum og sameiginlegum baðhergjum og eldhúsi. Við viljum að þú eigir góðan samastað á ævintýraleiðangrinum þínum.
Með því að dvelja yfir nótt í eynni nýturðu kyrrðarinnar og náttúrunnar seint á kvöldin eða snemma á morgnanna sem er gjörólík amstri dagsins.
Við höfum fengið ljómandi umsagnir frá gestum okkar
Heimskautseyjan Grímsey
Grímsey er eyja um 40km norður af Íslandi þar sem um 80 manns búa allt árið. Leiðsögufólkið okkar er allt fólk úr eynni eða sem hefur búið þar yfir lengri eða styttri tíma.
Grímsey er eini staðurinn á Íslandi undir norðurheimskautsbaugnum sem þýðir að sólin sest ekki á sumarsólstöðum og kemur ekki upp yfir vetrarsólstöður.
Grímsey er sannkölluð fuglaparadís en milljónir sjófugla verpa í eynni á vorin, lundinn, krían og álkan þar fremst í flokki.